spot_img
HomeFréttirJón Arnór: Litið á okkur sem ,,underdog?

Jón Arnór: Litið á okkur sem ,,underdog?

22:46
{mosimage}

 

(Jón Arnór Stefánsson) 

 

Karfan.is setti sig í samband við Jón Arnór Stefánsson leikmann Lottomatica Roma sem í kvöld tryggði sér sæti í úrslitum ítölsku úrvalsdeildarinnar þar sem Roma mun mæta hinu geysisterka liði Siena. Bæði Roma og Siena unnu undanúrslitaviðureignir sínar 3-0 svo von er á miklum bardaga í úrslitum deildarinnar. Jón sagði í samtali við Karfan.is að sigurinn í kvöld hefði verið nokkuð þægilegur og að hann og félagar í Roma mættu búast við erfiðri rimmu gegn Siena.

 

,,Þetta var svona frekar létt einhvern veginn hjá okkur í kvöld. Þeir náðu aðeins að minnka muninn í lokin,” sagði Jón Arnór sem gerði 3 stig á 15 mínútum í kvöld. ,,Úrslitin eiga svo að byrja eftir viku ef þeir flýta þessu ekki þar sem Siena vann líka sitt einvígi 3-0 en samkvæmt dagskránni á þetta að hefjast 3. júní og við erum bara spenntir.”

 

Siena hefur mjög sterkan hóp og liðið hafnaði í 3. sæti í Euroleague þetta árið. ,,Þeir hafa verið lengi saman og eru með góða breidd. Liðsmenn Siena eru vel einbeittir og það verður erfitt að kljást við þá og klárlega litið á okkur hérna sem ,,underdog” en Siena tapaði bara þremur deildarleikjum á leiktíðinni,” sagði Jón Arnór sem var í góðu yfirlæti með vinum sínum af Fróni í kvöld sem sáu kappann spila.

 

,,Hjá mér eru þeir Grétar, Helgi Magg og Björgvin Halldór Björnsson, alveg baneitraðir svo ég er í góðum félagsskap og þeir fylgdust með þessu öllu saman,” sagði Jón Arnór léttur í bragði.

 

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -