spot_img
HomeFréttirJón Arnór: Langar að halda áfram í ACB

Jón Arnór: Langar að halda áfram í ACB

 
Eins og þegar hefur verið greint frá mun CB Granada, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í ACB deildinni á Spáni, falla um deild nú þegar venjulegri deildarkeppni lýkur um næstu helgi. Jóni hefur þegar borist boð um að klára tímabilið annars staðar en á von á sínu fyrsta barni í júní og því enn óljóst hvað hann tekur sér fyrir hendur.
,,Það er einn leikur eftir í deildinni og ég klára hann, þetta hefur verið skrautlegt ár en það fer í reynslubankann,“ sagði Jón Arnór þegar Karfan.is náði stuttu tali af kappanum.
 
Jóni hefur boðist að klára tímabilið með Charlero í Belgíu og svo einu toppliði á Ítalíu en hann hefur þegar hafnað tilboðinu frá Belgíu. ,,Svo eru hreyfingar fyrir næsta ár og lið á Spáni hafa haft samand og mig langar að halda áfram í ACB,“ sagði Jón en næst á dagskrá er síðasti leikurinn með CB Granada og að honum loknum verður hugsanlega frekari tíðinda að vænta af Jóni.
 
Næsti leikur CB Granada er um komandi helgi þegar liðið tekur á móti Gran Canaria á heimavelli.
 
Fréttir
- Auglýsing -