spot_img
HomeFréttirJón Arnór í treyju númer 6 hjá Valencia

Jón Arnór í treyju númer 6 hjá Valencia

 jón Arnór

 Jón Arnór í litum Valencia

Jóni Arnóri Stefánssyni hefur verið úthlutað númerið 6 hjá sínu nýja liði Pamesa Valencia á Spáni. Á heimasíðu félagsins er Jóni lýst sem miklum varnarmanni og binda þeir spönsku vitanlega miklar vonir við Jón Arnór. Undirbúningur er hafin hjá liðinu og hélt Jón til Spánar nú á sunnudag. Jón hefur átt í smá meiðslum á vinstra hné og spilaði ekki með landsliðinu á NM sem haldið var í Finlandi nú á dögunum. Einnig er talið óvíst hvort Jón verði með landsliðinu í leikjum þeirra nú í september að því er kemur fram á heimasíðu Pamesan Valencia. Valencia mun hefja leik í deildinni 30. september gegn Tau Cerámica

Fréttir
- Auglýsing -