spot_img
HomeFréttirJón Arnór í þriðja sæti á topp tíu með bjöllukörfu

Jón Arnór í þriðja sæti á topp tíu með bjöllukörfu

09:33 

{mosimage}

 

 

Jón Arnór Stefánsson skoraði laglega þriggja stiga körfu sem jafnaði leikinn og kom liðinu í síðari framlenginguna gegn TDShop.it Livorno í sigri þeirra á botnliðinu, en tvíframlengja þurfti leikinn.

Jón Arnór Stefánsson hefur heldur betur lifnað við á Ítalíu og er frábært að fylgjast með hvað hann er að standa sig vel með Romamönnum. Hann var stigahæstur gegn TDShop.it Livorno með 21 stig og þar af var flautukarfan sem tryggði liðinu aðra framlengingu mjög flott hjá Jóni.

Ítalarnir velja alltaf topp tíu atriði hverjar umferðar og er Jón Arnór í þriðja sæti með bjöllukörfu sína.

Hérna er hægt að sjá myndbrotið af Jóni Arnóri

Sjá topp tíu

Næsti leikur hjá Roma er gegn nýbökuðum bikarmeisturum VidiVici Bologna, en þeir eru í öðru sæti deildarinnar og því um hörkuleik að ræða.

Ítalska deildin 

Frétt af www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -