spot_img
HomeFréttirJón Arnór í Madrid í kvöld

Jón Arnór í Madrid í kvöld

14:00

{mosimage}

Jón Arnór í leik gegn Panathinaikos 

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma leika sinn annan leik á þessu tímabili í Meistaradeildinni þegar þeir heimsækja Real Madrid. Eins og lesendur karfan.is ættu að muna átti Jón Arnór stórleik í fyrstu umferð þegar Roma heimsótti Evrópumeistara Panathinaikos en laut í lægri haldi í blálokin.

 

Real Madrid heimsótti Fenerbahce Ulker í Tyrklandi í fyrstu umferð og sigraði 80-72 þar sem Belginn Axel Hervelle var stigahæstur með 23 stig.Það má reikna með hörkuleik í Madrid í kvöld.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá leikinn og búa á Norðurlöndum þá er leikurinn sýndur á ViaSat2/TV2Sport og hefst kl 19:55. Fyrst farið er að minnast á körfubolta í  sjónvarpi í Danmörku þá má benda á að á sama tíma og Real Madrid – Roma er á TV2sport þá er leikur Randers og Amager í beinni á DK4. Þar eigast við þjálfarnir Flemming Stie fyrrverandi leikmaður Tindastóls og Jesper Sörensen fyrrverandi leikmaður KR. Þá er Helgi Freyr Margeirsson leikmaður Randers.

En auk leik Roma í kvöld fara fram fimm aðrir leikir í Meistaradeildinni.

[email protected]

Mynd: www.euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -