spot_img
HomeFréttirJón Arnór framlengir um 2 ár hjá Zaragoza

Jón Arnór framlengir um 2 ár hjá Zaragoza

 Jón Arnór Stefánsson framlengdi í dag samning sinn við CAI Zaragoza til næstu tveggja ára.  Jón er að klára sitt fyrsta ár með liðinu og augljóst að með þessum samningi eru heimamenn hjá liðinu að staðfesta ánægju sína með Jón á tímabilinu. 
 "Þetta er flottur klúbbur og okkur fjölskyldunni líður vel hérna úti þannig að í raun var þetta ekkert erfitt fyrir mig að ákveða þetta.  Þetta hefur gengið bara nokkuð bærilega hjá okkur í vetur við erum sem stendur inni í úrslitakeppninni en þetta er þéttur pakki og mun líkast til ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Svo byggjum við ofaná þann árangur sem næst í vetur." sagði Jón Arnór í viðtali við Karfan.is nú rétt fyrir stundu. 
 
Jón hefur leikið 26 leiki með Zaragoza á tímabilinu og verið með um 8 stig á leik og mest skorað 20 stig í einum leik. 
Fréttir
- Auglýsing -