spot_img
HomeFréttirJón Arnór fer ekki til Austurríkis

Jón Arnór fer ekki til Austurríkis

12:58 

{mosimage}

 

(Jón Arnór fylgdist með frá bekknum þegar Ísland burstaði Lúxemburg)

 

 

Einn fremsti körfuknattleiksmaður landsins verður ekki með íslenska landsliðinu á laugardag þegar það mætir Austurríkismönnum. Jón Arnór Stefánsson sneri sig illa á ökkla í Sláturhúsinu í gærkvöldi og lék ekki meira með í leiknum. Sigurður Ingimundarson segir fjarveru Jóns vera mikla blóðtöku fyrir landsliðið.

 

Jón sneri sig á ökkla í upphafi leiks gegn Lúxemburg í gær en þá hafði hann gert 6 stig á tæpum fjórum mínútum og allt leit út fyrir að hann ætlaði að þagga niður í gagnrýnisröddum sem sögðu hann ekki hafa staðið nægilega fyrir sínu með landsliðinu í fyrstu tveimur leikjunum. Keflvíkingurinn Arnar Freyr Jónsson kemur inn í liðið í stað Jóns Arnórs.

 

„Arnar kemur til með að aðstoða bakverðina hjá okkur en Jakob mun hefja leik sem leikstjórnandi gegn Austurríki,“ sagði Sigurður Ingimundarson. Logi Gunnarsson og Magnús Gunnarsson leystu Jakob af hólmi í leikstjórnandastöðunni í gær þegar Jakob var utan vallar og mun Arnar Freyr vera þeim innan handar.

 

Sigurður sagði að Jón Arnór væri mikið bólginn og með verki en að þessi ökklameiðsli væru körfuknattleiksmönnum vel kunnug. „Þetta eru meiðsli sem maður gengur ekki af sér og tekur einhverjar vikur að lagast. Hann verður bara með löppina upp í loft næstu dag,“ sagði Sigurður að lokum.

 

Að neðan má svo sjá hópinn sem heldur til Austurríkis á morgun:

 

 4 Magnús Gunnarsson 25 ára Keflavík

 5 Friðrik Stefánsson 30 ára Njarðvík

6 Jakob Sigurðarson 24 ára Vigo, Spáni

7 Jón Hafsteinsson 25 ára Keflavík

8 Egill Jónasson 22 ára Njarðvík

9 Arnar Freyr Jónsson 23 ára Keflavík

10 Páll Axel Vilbergsson 28 ára Grindavík

11 Brenton Birmingham 34 ára Njarðvík

12 Fannar Ólafsson 28 ára KR

13 Hlynur Bæringsson 24 ára Snæfelli

14 Logi Gunnarsson 25 ára Bayeruth, Þýskalandi

15 Helgi Magnússon 24 ára Boncourt, Sviss

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -