10:00
{mosimage}
Samtök íþróttafréttamanna útnefna Íþróttamann ársins 2008 á Grand hóteli Reykjavík þann 2. janúar. Búið er að telja atkvæðin og því ljóst hverjir urðu í 10 efstu sætunum. Körfuboltafólk á einn einstakling á topp 10 listanum en það er Jón Arnór Stefánsson.
Aðrir á listanum eru:
Alexander Petersson, handknattleiksmaður hjá Flensburg í Þýskalandi.
Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Barcelona á Spáni
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi
Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður hjá Portsmouth á Englandi
Katrín Jónsdóttir, knattspyrnukona hjá Val
Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona hjá Val
Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður hjá Ciudad Real á Spáni
Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður hjá GOG í Danmörku
Þormóður Jónsson, júdómaður úr JR.
Kolbeinn Pálsson er eini körfuboltamaðurinn sem hlotið hefur nafnbótina en það var árið 1966.
Mynd: [email protected]



