spot_img
HomeFréttirJón Arnór á skýrslu

Jón Arnór á skýrslu

Leikur tvö í undanúrslitaeinvígi KR og Hauka í Dominos deildar karla hefst innan skamms í DHL-Höllinni. Staðan er 1-0 fyrir Haukum og freistar KR þess að jafna einvígið í kvöld.

 

Óvissa hefur verið með þátttöku Jóns Arnórs Stefánssonar í leiknum en hann missti af fyrsta leik einvígisins eftir meiðsli í síðasta leiknum gegn Njarðvík í átta liða úrslitum.

 

Hann virðist nú klár í slaginn en hann er á skýrslu KR fyrir leikinn. Þá er Brynjar Þór Björnsson einnig með en hann var á skýrslu í leik eitt án þess að spila. Hann missti af allri seríunni gegn Njarðvík í átta liða úrslitum.

 

Leikur KR og Hauka hefst kl 19:15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 

Fréttir
- Auglýsing -