Jón Arnar Ingvarsson er hættur sem þjálfari ÍR í Domino´s deild karla. Þetta staðfesti Viðar Friðriksson formaður KKD ÍR í samtali við Karfan.is áðan. Steinar Arason mun sjá um æfingar liðsins á meðan stjórn KKD ÍR leitar að öðrum manni í brúnna.
Stjórn ÍR og Jón skilja í mesta bróðerni að sögn Viðars en ÍR situr sem kunnugt er á botni Domino´s deildarinnar og hefur tapað síðustu sex deildarleikjum sínum.



