spot_img
HomeFréttirJón Arnar: Dettur engum í hug að vera með eitthvað væl

Jón Arnar: Dettur engum í hug að vera með eitthvað væl

14:05 

{mosimage}

 

 

Þjálfari ÍR, Jón Arnar Ingvarsson, segir sína menn klára í slaginn gegn KR í kvöld og segir ennfremur að KR viti að það sé óþægilegt að detta úr háu sæti. ÍR hefur verið að leika fantavel síðan Jón Arnar tók við liðinu og skemmst er þess að minnast þegar þeir hófu bikarinn á loft í Laugardalshöll. Karfan.is lagði nokkrar laufléttar fyrir Jón í sambandi við leik kvöldsins:

 

Hvernig leggst þessi fyrsta umferð í þig og leikmenn ÍR?

Mjög vel, við erum klárir í slaginn

 

Hverju átt þú von á frá KR-ingum í kvöld?

Hörkuleik þeir eru með mjög gott lið og sterkan heimavöll. Þeir eru sólgnir í árangur og mæta væntanlega með það hugarfar. Þeir vita lika að það er óþægilegt að detta úr háu sæti.

 

Eru allir heilir í ykkar herbúðum?

Já, það dettur engum í hug að vera með eitthvað væl á þessum tímapunkti.

 

Einhverjir leikmenn í KR sem þú telur að verði að hafa hemil á?

Þeir eru með marga sterka leikmenn sem þarf að taka vel á.

Fréttir
- Auglýsing -