spot_img
HomeFréttirJolley sagt upp hjá Hetti

Jolley sagt upp hjá Hetti

Hattarmenn á Egilsstöðum hafa gert breytingar á leikmannahóp sínum og sagt upp samning við Bandaríkjamanninn Kevin Jolley. Þetta staðfesti Björn Einarsson þjálfari liðsins í samtali við karfan.is.
Björn sagði ástæðu uppsagnarinnar þá að Jolley hafi orðið uppvís að agabroti og því verið sendur heim. Aðspurður um hvort einhver erlendur leikmaður kæmi í staðinn sagði Björn að það væri verið að skoða alla möguleika.
 
Hattarmenn byrjuðu tímabilið gríðarlega vel, unnu þrjá fyrstu leikina en síðan hefur hallað undan fæti. Jolley hefur verið lykilmaður í liðinu, skoraði 25 stig og tekið 15 fráköst.
 
 
Mynd: www.hottur.is
 
Fréttir
- Auglýsing -