spot_img
HomeFréttirJólin mín: Hildur Sigurðardóttir

Jólin mín: Hildur Sigurðardóttir

10:00
{mosimage}

(Hildur Sigurðardóttir)

Leikstjórnandi KR, Hildur Sigurðardóttir, ætlar að slappa af í Hólminum um jólin og ef hún verður í messustuði þá kannski sækir hún Guðshús yfir hátíðarnar. Sjáum hvernig jólin verða hjá Hildi í ár.

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?
Nei læt hana vera

Hvað verður í matinn á aðfangadag?

Ætli það verði ekki hamborgarhryggur og pottþétt mun ég borða eitthvað annað yfir daginn.

Ferð þú í messu á aðfangadag?

Engin regla á því hjá mér, ef ég verð í messustuði þá skelli ég mér.

Hvað langar þig í í jólagjöf?
Spliff, donk og gengju.

Hvað ætlar þú að gera yfir hátíðarnar?

Slappa af í Hólminum.

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn?
Stúfur

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -