06:00
{mosimage}
(Helgi Már Magnússon)
Helgi Már Magnússon landsliðsmaður og leikmaður KR lætur fátt stjaka við sér á körfuboltavellinum en utan vallar er hann sem lamb í höndum afa síns. Sjáum af hverju!
Borðar þú skötu á Þorláksmessu?
Já, hef gert það tilneyddur síðustu ár. Afi tekur ekki annað í mál.
Hvað verður í matinn á aðfangadag?
Ég er bara ekki búinn að forvitnast um það. Ætli það sé ekki hamborgarhryggur eða eitthvað slíkt.
Ferð þú í messu á aðfangadag?
Nei, en það er hlustað á messuna í útvarpinu
Hvað langar þig í í jólagjöf?
Hef ekki hugmynd….
Áttu skemmtilega og snarpa jólasögu fyrir okkur?
Mér þótti það afar hressandi þegar háskólaliðið mitt var á leiðinni hingað yfir jólin til að keppa æfingaleiki við landsliðið og einn liðsfélagi minn tilkynnti mér að hann væri svo flughræddur að hann hafði hugsað sér að taka frekar lestina til Íslands!
Hvað ætlar þú að gera yfir hátíðarnar?
Leggja lokahönd á mastersritgerðina mína, og njóta mín þess á milli
Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn?
Skarphéðinn Ingason



