spot_img
HomeFréttirJólin mín: Friðrik Ingi Rúnarsson

Jólin mín: Friðrik Ingi Rúnarsson

16:00
{mosimage}

(Friðrik í kunnuglegri stellingu, á hliðarlínunni með fyrirskipanirnar á reiðum höndum)

Hvort Friðrik Ingi Rúnarsson bjóði upp á Pat Riley greiðsluna við gnægtaborðið í kvöld skal ósagt látið en hann borðar ekki skötu og getur ekki gert upp á milli jólasveinanna 13.

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?
Nei

Hvað verður í matinn á aðfangadag?

Það verður Kalkúnn og svo kemur tengdamamma með Hamborgarhrygg af neðri hæðinni.

Ferð þú í messu á aðfangadag?
Nei, hef þó farið 1-2 sinnum og það var býsna hátíðlegt.

Hvað langar þig í í jólagjöf?
Yfirleitt eru það bækur og tónlist ( cd/dvd ) sem rata í mína pakka og ég er mjög ánægður með það.

Áttu skemmtilega og snarpa jólasögu fyrir okkur?

Á ég nokkuð að vera að skemma jólin fyrir lesendum…?

Hvað ætlar þú að gera yfir hátíðarnar?
Njóta þess að vera með fjölskyldunni, þetta klassíska. Það er þegar upp er staðið það skemmtilegasta við Jólin.

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn?
Þeir eru allir frábærir, ekkert hægt að gera upp á milli þeirra.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -