Jakob Örn Sigurðarson gerði 17 stig og tók 2 fráköst í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar lið hans Boras Basket hafði 87-77 heimasigur á Umea Bskt. Ljóst að jólasteikin bítur ekkert á afreksform íþróttamannsins sem alla jafna er kallað „Kobba-form.“
Toni Vitali var stigahæstur hjá Boras með 21 stig en aðeins 10 leikmenn voru á skýrslu hjá Boras í kvöld en liðið tekur einnig þátt í FIBA Europe Cup og er þar komið áfram í milliriðla. Álagið hefur verið umtalsvert og nokkuð um meiðsli í herbúðum liðsins. Eftir sigurinn í kvöld er Boras í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 22 stig.
Hlynur Bæringsson og Drekarnir frá Sundsvall fengu topplið Södertalje í heimsókn í kvöld. Sundsvall varð að játa sig sigrað á heimavelli, 73-82. Hlynur Bæringsson gerði 14 stig í leiknum, tók 9 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.
Staðan í deildinni
| Nr | Lag | V/F | Poäng |
|---|---|---|---|
| 1. | Södertälje Kings | 12/2 | 24 |
| 2. | Borås Basket | 11/4 | 22 |
| 3. | Norrköping Dolphins | 10/4 | 20 |
| 4. | Sundsvall Dragons | 8/7 | 16 |
| 5. | BC Luleå | 7/6 | 14 |
| 6. | Uppsala Basket | 7/8 | 14 |
| 7. | KFUM Nässjö | 6/8 | 12 |
| 8. | Jämtland Basket | 6/9 | 12 |
| 9. | Malbas | 6/8 | 12 |
| 10. | ecoÖrebro | 3/10 | 6 |
| 11. | Umeå BSKT | 2/12 | 4 |



