spot_img
HomeFréttirJólagleði Skallagríms 2016

Jólagleði Skallagríms 2016

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur boðað til jólagleði fimmtudaginn 29. desember kl. 20:00. Körfuknattleikur hefur verið í miklum blóma árið 2016 og ætlar deildin nú að leggja sitt að mörkum og slá þar með botninn í líflegt og árangursríkt starf körfuboltans í héraðinu árið 2016. Meistaraflokkar liðsins leika báðir í efstu deild og hafa náð fínum árangri það sem af er tímabili. 

 

Yngri flokkarnir leika listir sínar og sýna knattþrautir, þriggja stiga skotkeppni þar sem valinkunnar kempur stíga á stokk. Blandað lið leikmanna meistaraflokka Skallagríms etur kappi við stjórnir og ráð deildarinnar sem fá mögulega til liðs við sig óvæntan liðsauka.

 

Tónlistaratriði verður einnig og vonandi kemur jólasveinn í húsið til að þefa af stemningunni. Gleðin fer fram í Fjósinu þar sem árið verður kvatt. Aðgangseyrir: 1.000,- kr. fyrir 18 ára og eldri og frjáls framlög

Fréttir
- Auglýsing -