Domino´s deild kvenna eins og aðrar deildir í íslenska boltanum er komin í jólafrí. Íslandsmeistarar Snæfells munu tróna á toppi deildarinnar yfir jólahátíðina með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Keflavík og Haukar fylgja þó fast á hæla þeirra og Grindavík hélt inn í jólin sem liðið í síðasta sætinu fyrir úrslitakeppnina.
Ef sjoppunni yrði lokað í dag væru þá Hólmarar deildarmeistarar og fengju Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og í hinni rimmunni mættust Keflavík og Haukar. Valur, KR og Hamar myndu sitja eftir og nýliðar Breiðabliks fengju það hlutskipti að halda í 1. deild kvenna á nýjan leik. Eins og gefur að skilja er veislan bara hálfnu og enn mikið vatn órunnið til sjávar. Við ætlum hér að neðan að líta á stöðuna í deildinni og helstu tölfræðileiðtogana en Haukakonan Lele Hardy fer t.d. í jólafrí með tröllatvennumeðaltal, 27,8 stig og 19,2 fráköst og topplið Snæfells er á fantasiglingu með tíu sigurleiki í röð.
Eftir smá eftirgrennslan, og tölurnar hér á eftir upptalningunni styðja við nafngiftirnar þá hljóta eftirtaldir leikmenn eftirtaldar nafnbætur yfir jólin:
Þjófur deildarinnar: Lele Hardy
Vítaskytta deildarinnar: Carmen Tyson-Thomas
Besta teigskytta deildarinnar: Rachel Tecca
Besta þriggja stiga skytta deildarinnar: Bergþóra Holton Tómasdóttir
Framlagsvél deildarinnar: Lele Hardy
Gjöfulasti leikmaður deildarinnar: Hildur Sigurðardóttir
Frákastamaskínan: Lele Hardy
Stigamaskínan: Lele Hardy
Staðan í deildinni
Deildarkeppni
| Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Stg í L/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Snæfell | 14 | 13 | 1 | 26 | 1089/864 | 77.8/61.7 | 6/1 | 7/0 | 76.0/59.4 | 79.6/64.0 | 5/0 | 10/0 | +10 | +4 | +7 | 4/0 |
| 2. | Keflavík | 14 | 11 | 3 | 22 | 1216/901 | 86.9/64.4 | 6/1 | 5/2 | 93.6/62.4 | 80.1/66.3 | 3/2 | 8/2 | +1 | +1 | -1 | 0/2 |
| 3. | Haukar | 14 | 11 | 3 | 22 | 1002/905 | 71.6/64.6 | 6/1 | 5/2 | 71.7/64.6 | 71.4/64.7 | 5/0 | 8/2 | +5 | +3 | +2 | 2/2 |
| 4. | Grindavík | 14 | 8 | 6 | 16 | 1014/985 | 72.4/70.4 | 4/3 | 4/3 | 76.1/71.7 | 68.7/69.0 | 3/2 | 5/5 | +2 | +3 | +1 | 0/0 |
| 5. | Valur | 14 | 7 | 7 | 14 | 1047/1022 | 74.8/73.0 | 3/4 | 4/3 | 74.4/71.4 | 75.1/74.6 | 1/4 | 4/6 | -3 | -3 | -1 | 2/2 |
| 6. | KR | 14 | 3 | 11 | 6 | 847/1004 | 60.5/71.7 | 2/5 | 1/6 | 61.1/66.9 |
|



