spot_img
HomeFréttirJólafríið sat í okkur sagði Jón Arnór

Jólafríið sat í okkur sagði Jón Arnór

22:32

{mosimage}

KR hefur brotið múrinn með að vera taplausir og vinna fyrsta leik eftir áramót og ÍR hefur, eftir dapra fyrstu leikina, verið á siglingu og góður stígandi í liðinu. Karfan náði snöggu tali af Jóni Arnóri hjá KR og Ómari Sævarssyni hjá ÍR um þessi mál en þeir voru báðir sprækir með sínum liðum í kvöld.

Aðspurður um vandræðaganginn í byrjun, leikinn og framhaldið sagði Jón Arnór hjá KR:
"Ætli jólafríið hafi kannski setið í mönnum aðeins og það var talað um það fyrir leikinn að fyrsti leikur eftir áramót væri ávallt erfiður og þó hlutirnir gangi ekki alveg upp þá er samt að halda haus og vera jákvæðir sem við gerðum og vorum mjög ánægðir með að ná þvi marki. Við komumst inní leikinn aftur og náðum að stoppa með að gefa í varnarlega sem skilaði sér vel og það skilaði sér svo sóknarlega líka. Framhaldið er svo bara á sömu braut og það er enginn heimsendir þó við töpum einum en við stefnum að sjálfsögðu á sigur í hverjum leik."

{mosimage}

Eftir spjall við Ómar hjá ÍR um leikinn, hvar hafi skilið í milli eftir að hafa komið KR úr jafnvægi í byrjun og hvert  ÍR stefnir í framhaldinu sagði hann:
"KR komu bara til baka og spiluðu feyknasterka vörn. Þetta er það lið sem er að fá fæst stig á sig í deildinni og þeir sýndu það og sönnuðu. Þeir gerðu svo til allar sóknir okkar erfiðar með því og voru einu númmeri of stórir fyrir okkur í kvöld. Stefnan hjá okkur er sett fast á topp 4 og ná heimavallarrétti í fyrstu umferð og svo ætlum við okkur að taka Grindavík í bikarnum næst og þar verður ekkert eftir gefið."

 Símon B. Hjaltalín

Mynd af Jóni Arnóri: [email protected]

Mynd af Ómari: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -