spot_img
HomeFréttirJókerinn stórkostlegur er Nuggets tryggðu sér oddaleik gegn Clippers

Jókerinn stórkostlegur er Nuggets tryggðu sér oddaleik gegn Clippers

Einn leikur fór fram í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í kvöld.

Denver Nuggets tryggðu sér oddaleik í einvígi sínu gegn LA Clippers með góðum 111-98 sigri. Voru það Clippers sem leiddu mest allan leikinn, með 19 stigum þegar mest lét um miðjan þriðja leikhlutann. Með mikilli seiglu unnu Nuggets það þó niður og sigldu að lokum nokkuð öruggum sigurleik í höfn.

Miðherjinn Nikola Jokic stórkostlegur í liði Nuggets í kvöld, skilaði 34 stigum, 14 fráköstum og 7 stoðsendingum. Paul George atkvæðamestur fyrir Clippers með 33 stig og 6 fráköst.

Oddaleikur Denver Nuggets og LA Clippers fer fram aðfaranótt komandi miðvikudags kl. 01:00.

Tölfræði leiks

Það helsta úr leiknum:

https://www.youtube.com/watch?v=76GZKp0OLo4
Fréttir
- Auglýsing -