spot_img
HomeFréttirJókerinn óstöðvandi er Nuggets lögðu Suns

Jókerinn óstöðvandi er Nuggets lögðu Suns

Fimm leikir fóru fram á í gær og í nótt í NBA deildinni.

Venju samkvæmt eru leikir Jóladags sérstaklega valdir nokkrum mánuðum fyrir leikdaginn, þar sem passað er upp á að áhugaverðar viðureignir eigi sér stað og að stærstu stjörnur deildarinnar fái að skína.

Þrátt fyrir miklar dýrðir voru leikir Jóladags þó fæstir neitt sérstaklega spennandi í lokin þetta árið. Leik Phoenix Suns gegn Denver Nuggets var þó framlengt þar sem að Nuggets höfðu að lokum nokkuð sterkan sigur, 125-128. Fyrir Suns var Landry Shamet atkvæðamestur með 31 stig og 6 stoðsendingar á meðan að Nikola Jokic dró vagninn fyrir Nuggets með stórleik, 41 stigi, 15 fráköstum og 15 stoðsendingum.

Úrslit Jóladags:

Philadelphia 76ers 119 – 112 New York Knicks

Los Angeles Lakers 115 – 124 Dallas Mavericks

Milwaukee Bucks 118 – 139 Boston Celtics

Memphis Grizzlies 109 – 123 Golden State Warriors

Phoenix Suns 125 – 128 Denver Nuggets

Fréttir
- Auglýsing -