spot_img
HomeFréttirJókerinn góður er Nuggets lögðu Thunder

Jókerinn góður er Nuggets lögðu Thunder

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Denver lögðu heimamenn í Nuggets lið Oklahoma City Thunder, 101-119. Nugget það sem af er tímabili með 50% sigurhlutfall, unnið sjö og tapað sjö á meðan að Thunder eru með 46% hlutfall, fimm sigra og átta töp.

Atkvæðamestur fyrir Thunder í leiknum var Luguentz Dort með 20 stig og 5 fráköst. Fyrir heimamenn í Nuggets var það miðherjinn Nikola Jokic sem dróg vagninn með 27 stigum, 12 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Nuggets og Thunder:

https://www.youtube.com/watch?v=V4pGTb0P3ZU

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar

New Orleans Pelicans 102 – 118 Utah Jazz

Oklahoma City Thunder 101 – 119 Denver Nuggets

Fréttir
- Auglýsing -