spot_img
HomeFréttirJói Óla sá um Grindvíkinga í framlengingu

Jói Óla sá um Grindvíkinga í framlengingu

Jói ÓlaÞað var Jóhann Árni Ólafsson sem tryggði Njarðvíkingum sigur í kvöld gegn heimamönnum í Grindavík eftir framlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 78-78. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið framan af leik og leiddum með 2 stigum í hálfleik. Njarðvíkingar komu hinsvegar sterkir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu 9 stig leiksins. Þeir náðu hinsvegar aldrei að hrista heimamenn almennilega af sér og í lok leiks var leikurinn í járnum. Grindvíkingar höfðu möguleika á að klára dæmið en klikkuðu. Í framlengingunni skiptust liðin á að skora og allt virtist stefna í langt kvöld í röstinni. En Jóhann Árni Ólafsson kom sterkur inn fyrir Njarðvíkinga, hann skoraði 14 af þeim 20 stigum sem liðið skoraði og lagði þar með grunninn að 98-94 sigri gestanna. Meira um leikinn síðar

 

Njarðvíkingar eru enn á toppnum eftir kvöldið en aðrir leikir kvöldsins fóru eftirfarandi: 
  

 

   Keflavík-Þór Þ.       86-71         
   TINDASTÓLL-HAMAR/S    83-94 
   Snæfell-ÍR            95-72

Fréttir
- Auglýsing -