spot_img
HomeFréttirJohn Wall tryggði leik sjö með ævintýralegri sigurkörfu

John Wall tryggði leik sjö með ævintýralegri sigurkörfu

Washington Wizards knúði fram oddaleik í einvígi liðsins gegn Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA í gærkvöldi. Leikur sex fór fram í Washington í gær og mættu stuðningsmenn Boston í öllu svörtu líkt og um jarðaför væri að ræða. Það fór ekki vel í leikmenn galdramannanna í Washington. 

 

Leikurinn var hnífjafn og var gríðarlega erfitt að aðskilja liðin. Þegar 7,7 sekúndur voru eftir af leiknum setti Al Horford ótrúlega körfu ofaní af spjaldinu og kom Boston 91-89 yfir. John Wall sem átti fínan leik í gær en hafði ekki hitt gríðarlega vel ákvað þá að taka leikinn í sínar hendur. Hann setti algjörlega ævintýralega þriggja stiga körfu þegar 3,5 sekúndur voru eftir. Sjá má tilþrifin hér að neðan:

 

 

Boston tókst ekki að skora úr lokasókn sinni og knúði Washington því oddaleik í einvíginu með 92-91 sigri. Leikurinn fer fram á mánudagskvöld. Helstu tilþrif kvöldsins má finna hér að neðan:

 

 

Fréttir
- Auglýsing -