Ólafur Ólafsson stóð við stóru orðin og mætti með glæsilegar troðslur í troðslukeppni Stjörnuleiksins en hann mátti engu að síður sætta sig við silfurverðlaunin er hann mætti John Davis, leikmanni Ármanns, í úrslitalotu keppninnar.
Ólafur var með magnaðar útfærslur í úrslitalotunni þar sem hann var að hoppa yfir Ægi Þór Steinarsson, leikstjórnanda Fjölnis, en boltinn vildi ekki í netið. John Davis náði nokkrum boltum í netið og hafði því sigur í líflegri keppni.




