spot_img
HomeFréttirJóhannes: Þetta er ekkert flókið

Jóhannes: Þetta er ekkert flókið

17:15

{mosimage}

Jóhannes Árnason þjálfari KR-inga er brattur fyrir kvöldið en lið hans mætir Grindavík á heimavelli í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og Jóhannes er með það á hreinu hvernig á að stoppa Grindavík.

Fyrir tímabilið var KR spáð 5. sæti þannig að er þetta ekki góð staða hjá ykkur að vera í 2. sæti? ,,Okkur dreymdi fyrir tímabilið að komast í úrslitakeppnina og við settum markið á það og ég verð að viðurkenna að það er draumastaða að vera með heimaleikjarrétt í fyrstu umferð.”

KR skipti um leikmann fyrir skömmu. Hvernig leikmann fenguð þið í staðinn?
,,Candice Futtrell hefur spilað í öllum keppnum og unnið titla alls staðar sem hún hefur verið og kann þetta allt saman. En hún er öðruvísi en Martin að því leyti að hún hefur alltaf spilað með frábærum leikmönnum. Martin kom úr litlum skóla þar sem hún var alltaf stjarnan þannig að það kom henni ekkert á óvart að koma hingað og skora 40 stig. Candice er að gefa boltann í opnum færum og við erum að finna okkar takt. Martin er frábær leimkaður en Candice er bara betri þegar á allt er litið,” sagði Jóhannes ánægður með nýja leikmanninn sinn.

Hvað þarf til að stoppa Grindavík?
,,Það þarf engan geimvísindamann til að sjá hvaða leik Grindavík spilar. Það er að koma boltanum sem mest á Tiffany undir körfunni og láta hana sjá um þetta undir körfunni eða opna fyrir skytturnar fyrir utan sem eru drullu hittnar. Þetta er ekkert flókið. Þannig að við verðum að spila vörnina þannig að Tiffany fái boltann sem minnst og vera sem næst þriggja-stiga skyttunum þegar þær skjóta.”

Emil Örn Sigurðarson

Mynd: Emil Örn Sigurðarson

Fréttir
- Auglýsing -