spot_img
HomeFréttirJóhannes og Óli taka við KR

Jóhannes og Óli taka við KR

{mosimage}

Þeir Jóhannes Árnason og Óli Ásgeir Hermannsson eru nýráðnir þjálfarar meistaraflokks KR-kvenna.  www.kr.is/karfa greinir frá.

Jóhannes Árnason mun verða aðalþjálfari, en Óli Ásgeir honum til aðstoðar.  Einnig munu þeir þjálfa minnibolta stúlkna hjá félaginu.

Jóhannes þjálfaði síðastliðin tvö ár karlalið ÍS, þar sem Óli Ásgeir var einnig leikmaður.  Jóhannes þjálfaði síðast ´86 árganginn í KR árið 2002.  Óli Ásgeir er uppalinn Keflvíkingur og hefur hann þjálfað yngriflokka undanfarin ár m.a. hjá Stjörnunni í Garðabæ. 

,,Í vetur ætlum við að leggja áherslu á þjálfun einstaklingsins, þar sem að við ætlum að byggja upp framtíðarlið. Eins og staðan er í dag, þá er ætlunin að bæta við þann hóp sem fyrir er án þess að leita að erlendum leikmönnum. Við erum áhugasamir til að takast á við þetta krefjandi verkefni,” sögðu strákarnir í samtali við www.kr.is/karfan

Frétt og mynd af www.kr.is/karfan

Fréttir
- Auglýsing -