spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaJóhanna Björk og Sunna Björk verða með Stjörnunni í vetur

Jóhanna Björk og Sunna Björk verða með Stjörnunni í vetur

Stjarnan hefur samið við þær Jóhönnu Björk Sveinsdóttur og Sunnu Björk Eyjólfsdóttur fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna. Jóhanna er gífurlega reynslumikill leikmaður sem síðast lék fyrir Val í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, en áður hefur hún einnig leikið fyrir Skallagrím, Hauka, Breiðablik, KR, Stjörnuna og uppeldisfélag sitt Hamar í Hveragerði. Þá lék hún 12 leiki fyrir landsliðið frá 2008-18. Sunna Björj er 21. árs framherji sem er að snúa aftur eftir tveggja ára fjarveru frá körfubolta, en hún lék síðast með Stjörnunni tímabilið 2018-19.

Tilkynning:

Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Sunna Björk Eyjólfsdóttir hafa samið við Stjörnuna um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna.
Jóhanna Björk spilaði með liði Stjörnunnar tímabilið 2018-2019 þar sem hún var með 7.3 stig, 6 fráköst og 1 stoðsendingu að meðaltali. Síðast lék Jóhanna með Íslandsmeisturum Vals en þurfti að hætta sökum anna á miðju tímabili.
Sunna Margrét er uppalin í Stjörnunni og þekkir því vel til í Mathús Garðabæjar höllinni. Hún snýr nú aftur eftir tveggja ára fjarveru frá körfubolta og verður frábær styrkur fyrir Stjörnuliðið.

Fréttir
- Auglýsing -