spot_img
HomeFréttirJóhann Þór tekur við af Sverri

Jóhann Þór tekur við af Sverri

Grindvíkingar hafa tekið þá ákvörðun að Jóhann Þór Ólafsson komi til með að taka við starfi Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfari mfl karla Grindavíkur. Nú rétt í þessu standa yfir undirskriftir þess efnis og sagðist Gauti Dagbjartsson formaður deildarinnar ánægður með þessa niðurstöðu. 

Jóhann Þór er flestum hnútum kunnugur í Grindavíkinni en hann spilaði með liðinu áður en hann neyddist til að leggja skó sína á hilluna vegna þrálátra meiðsla.  Jóhann hefur áður verið í þjálfun en hann var við stjórnartauma á kvennaliði Grindavíkur um hríð ásamt því að vera Friðrik Ragnarssyni til aðstoðar og síðustu þrjú ár með Sverri Þór sem aðstoðarþjálfari. Jóhanni til aðstoðar mun vera Guðmundur Bragason fyrrum leikmaður og þjálfari liðsins til margra ára. 

"Þetta var svo sem ekkert erfið ákvörðun þannig séð. Nú fara þeir félagar yfir leikmannahópinn og græja og gera þar því við ætlum okkur í titla baráttu að ári líkt og venjulega."

 

Mynd: Jóhann (lengst til hægri) ásamt bræðrum sínum á góðri stundu. 

Fréttir
- Auglýsing -