10:15
{mosimage}
Á heimasíðu Grindavíkur kemur fram í dag að körfuknattleiksdeild þeirra hefur handsalað samning við Jóhann Þór Ólafsson um að þjálfa kvennaliðið næsta vetur.
Jóhann er nýliði í meistaraflokksþjálfun en hefur verið Pétri Guðmundssyni fráfarandi þjálfara kvennaliðsins og Friðriki Ragnarssyni þjálfara karlaliðsins til aðstoðar á nýliðinu tímabili.
Nánar á heimasíðu Grindavíkur.



