spot_img
HomeFréttirJóhann stigahæstur í útisigri Merlins

Jóhann stigahæstur í útisigri Merlins

18:00
{mosimage}

(Jóhann Árni Ólafsson)

Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson gerði 18 stig í þýsku Pro B deildinni í gærkvöldi þegar lið hans Proveo Merlins vann góðan útisigur gegn Braunschweig. Lokatölur leiksins voru 74-81 Merlins í vil sem nú verma 3. sæti deildarinnar.

Jóhann lék í rétt rúmar 25 mínútur í gær og auk stiganna 18 var hann með 5 stoðsendingar, 3 fráköst og fékk 20 í framlagseinkunn.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -