spot_img
HomeFréttirJóhann og Merlins steinlágu í toppslagnum

Jóhann og Merlins steinlágu í toppslagnum

17:30
{mosimage}

(Jóhann Árni Ólafsson)

Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Proveo Merlins í þýsku Pro B deildinni mættu SOBA Dragons Rhöndorf í gær og máttu sætta sig við stórt tap á heimavelli. Lokatölur leiksins voru 100-76 Dragons í vil. Jóhann Árni gerði 15 stig fyrir Merlins á rétt rúmum 35 mínútum.

Eftir sigurinn í gær eru Dragons á toppi deildarinnar með 14 stig en Merlins duttu niður í 3. sæti eftir ósigurinn og eru með 10 stig en Hertener Löwen komust upp í 2. sætið og eru með 12 stig.

Jafnt var á með Merlins og Dragons í fyrri hálfleik en í þeim síðari tóku Dragons öll völd og unnu öruggan sigur. Eins og fyrr greinir var Jóhann með 15 stig en hann tók líka 6 fráköst og gaf 1 stoðsendingu.

Næsti leikur Merlins í deildinni er laugardaginn 15. nóvember n.k. gegn Braunschweig.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -