spot_img
HomeFréttirJóhann með 14 stig í sigri Merlins

Jóhann með 14 stig í sigri Merlins

15:31
{mosimage}

(Jóhann Árni Ólafsson)

Jóhann Árni Ólafsson gerði 14 stig þegar lið hans Proveo Merlins í þýsku Pro B deildinni hafði öruggan 94-77 sigur á Erdgas Ehingen í gær. Leikurinn var á útivelli og var Jóhann í byrjunarliðinu og lék í tæpar 26 mínútur.

Auk 14 stiga í gær var Jóhann með 2 stolna bolta, 1 frákast og 1 stoðsendingu. Næsti leikur Merlins er jafnframt sá síðasti fyrir jól en þann 20. desember næstkomandi munu Merlins taka á móti Ballers Osnabruck sem eru í 7. sæti deildarinnar en Merlins eru í 3. sæti.

Fyrsti leikur Merlins á nýju ári er svo 3. janúar þegar liðið mætir Hannover Tigers sem nú eru í 10. sæti deildarinnar.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -