spot_img
HomeFréttirJóhann fékk eins leiks bann

Jóhann fékk eins leiks bann

Jóhann Árni Ólafsson leikmaður Grindavíkur hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Bannið fær Jóhann sökum háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Grindavíkur síðastliðinn sunnudag.
 
Jóhann missir því af viðureign Grindavíkur og KR næsta fimmtudag en leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík.
 
Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Hamarskvenna fékk einnig eins leiks bann í dag fyrir háttsemi sína í leik Breiðabliks og Hamars í 1. deild kvenna um síðustu helgi.
 
Mynd/ Björn Ingvarsson – Jóhann Árni missir af viðureign Grindavíkur og KR í næstu umferð. 
Fréttir
- Auglýsing -