spot_img
HomeFréttirJóhann: Býst ekki við öðru en að vera áfram í Njarðvík

Jóhann: Býst ekki við öðru en að vera áfram í Njarðvík

16:30
{mosimage}

 

(Jóhann á góðri stundu í Ljónagryfjunni) 

 

Landsliðsmaðurinn Jóhann Árni Ólafsson hefur hafnað skólaboði frá bandaríska háskólanum Francis Marion University og staðfesti í samtali við Karfan.is í dag að allt benti til þess að hann yrði áfram í herbúðum Njarðvíkinga á næstu leiktíð. Jóhann fékk inn í íþróttafræðinám við Háskólann í Reykjavík en hefur þó ekki endanlega gefið atvinnumennskuna erlendis upp á bátinn. Bandaríski háskólinn sýndi Jóhanni og Brynjari Þór Björnssyni áhuga en nú hefur Jóhann gefið skólanum afsvar.

 

„Ég hef hvergi skrifað undir svo ég býst ekki við öðru en að vera áfram í Njarðvík. Ég er með umboðsmann sem er að skoða í Evrópu en það þarf að vera eitthvað gott svo maður fari,“ sagði Jóhann í samtali við Karfan.is

 

Hefur þú eitthvað verið að æfa í Njarðvík undanfarið?

„Ég fór bara á eina æfingu um miðjan maí og þá var stemmningin svolítið öðruvísi en maður á að venjast. Ég held að fólk sé farið að skilja að skítkast og leiðindi séu ekki eitthvað sem hjálpar til. Þá hafa öll þessi skipti á milli Njarðvík og Keflavík gefið fólki eitthvað til að smjatta á og það er bara gaman,“ sagði Jóhann sem gerði 11,1 stig að meðaltali í leik með UMFN á síðustu leiktíð.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -