spot_img
HomeFréttirJóhann Árni til Grindavíkur?

Jóhann Árni til Grindavíkur?

 
 
Útlit er fyrir miklar breytingar á liði Njarðvíkinga næstu leiktíð í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik. Nú liggur ljóst fyrir að Jóhann Árni Ólafsson mun ekki leika áfram með Njarðvík. Morgunblaðið/ www.mbl.is greinir frá þessu í dag.
Þá hefur þegar komið fram að Guðmundur Jónsson leiki ekki með Njarðvík á næsta tímabili þar sem hann hefur þegar samið við nýliða Þórs úr Þorlákshöfn.
 
Báðir voru þeir Jóhann og Guðmundur atkvæðamiklir hjá Njarðvík á síðustu leiktíð og þá sérstaklega fyrri hluta tímabilsins. Jóhann Árni var bæði hæstur að meðaltali í stigaskori og stoðsendingum hjá Njarðvík, en hann og Guðmundur voru báðir með rúmlega 12 stig að meðaltali.
 
Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins hefur Jóhann Árni verið í viðræðum við Grindavík í nokkurn tíma og þar á bæ eru menn vongóðir um að Jóhann gangi til liðs við félagið. Unnusta hans, Petrúnella Skúladóttir, lék með Grindavíkurliðinu í mörg ár en tók sér frí á síðasta tímabili. Vafalaust hafa fleiri lið sett sig í samband við Jóhann, og viðmælendur Morgunblaðsins nefndu Fjölni til sögunnar, en þar heldur Njarðvíkingurinn Örvar Þór Kristjánsson um stjórnartaumana.
 
Heimild: Morgunblaðið/ www.mbl.is  
 
Fréttir
- Auglýsing -