14:00
{mosimage}
(Það er jafnan mikið fjör hjá Merlins í síðasta leiknum fyrir jól, ljósasýningar, fyrir- og eftirpartý og ekki skemmdi sigur Merlins fyrir gleðinni í gær)
Jóhann Árni Ólafsson gerði 9 stig í sigri Proveo Merlins á P4two Ballers Osnabruck í Þýsku Pro B deildinni í gærkvöldi. Lokatölur leiksins voru 92-82 Merlins í vil og var Jóhann í byrjunarliðinu og lék 22 mínútur í leiknum.
Jóhann var einnig með 5 fráköst og 1 stoðsendingu en þetta var síðasti leikur Merlins fyrir jól en næsti deildarleikur liðsins er laugardaginn 3. janúar gegn Hannover Tigers sem eru í 7. sæti deildarinnar. Eftir sigurinn í gær eru Merlins áfram í 3. sæti, hafa unnið 9 leiki og tapað 4.
Mynd: http://www.yours24.de/
[email protected]



