spot_img
HomeFréttirJóhann Árni með 3 stig í sigri Merlins

Jóhann Árni með 3 stig í sigri Merlins

11:54
{mosimage}

(Jóhann Árni)

Proveo Merlins unnu sinn fyrsta deildarleik á nýju ári í gær þegar liðið mætti Hannover Tigers á útivelli í gær. Lokatölur leiksins voru 81-89 Merlins í vil sem halda fast í 3. sætið í þýsku Pro B deildinni og eiga í harðri baráttu við Hertener Löwen um 2. sætið en Löwen er sigri á undan Merlins. Á toppnum trónir svo lið SOBA Dragons Rhöndorf með 12 sigra og tvo tapleiki.

Jóhann var í byrjunarliðinu og lék í rúmar 14 mínútur í leiknum í gær. Hann gerði 3 stig og tók 3 fráköst en var líka með tvo stolna bolta. Stigahæstur í liði Merlins var John Griffin með 28 stig.

Næsti leikur Merlins er laugardaginn 10. janúar næstkomandi þegar liðið mætir BIS Baskets Speyer.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -