spot_img
HomeFréttirJóhann Árni körfuknattleiksmaður UMFN 2008

Jóhann Árni körfuknattleiksmaður UMFN 2008

15:00
{mosimage}

(Jóhann Árni Ólafsson)

Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson var þann 21. apríl síðastliðinn útnefndur körfuknattleiksmaður UMFN á aðalfundi félagsins. Jóhann Árni lék með þýska Pro B liðinu Proveo Merlins á þessari leiktíð þar sem hann var byrjunarliðsmaður og deildarmeistari með liðinu.

Guðbergur Ólafsson bróðir Jóhanns tók við verðlaununum fyrir bróður sinn sem á einn leik eftir með Merlins en sá leikur fer fram á morgun. Eftir það er Jóhann væntanlegur aftur til Íslands en óvíst er hvar hann muni leika á næstu leiktíð.

[email protected] 

{mosimage}
(Guðbergur bróðir Jóhanns tekur við verðlaunum Jóhanns)

Fréttir
- Auglýsing -