spot_img
HomeFréttirJimmy Butler með mestar framfarir í NBA

Jimmy Butler með mestar framfarir í NBA

Chicago Bulls leikmaðurinn Jimmy Butler var kjörinn sá leikmaður sem hefur náð mestum framförum á nýliðinni leiktíð.  Butler lauk leiktíðinni með 20 stig að meðaltali í leik, 5,8 fráköst og 3,3 stoðsendingar. Hann skaut 46,2% utan af velli og 37,8% fyrir utan þriggja stiga línuna.

 

Butler átti mikinn þátt í því að Bulls enduðu í 50 sigrum á þessari leiktíð og enduðu í þriðja sæti austurdeildarinnar.

 

Fréttir
- Auglýsing -