spot_img
HomeFréttirJimmer Fredette með 37 stig í D deildinni

Jimmer Fredette með 37 stig í D deildinni

Einhverjir hér hljóta að muna eftir Jimmer Fredette sem gerði upphaflega garðinn frægan með háskólaliði sínu BYU þar sem kappinn skoraði heil 28 stig í leik síðasta árið sitt.  Jimmer var svo iðinn við að skora að þeir sem fengu "fötuna yfir sig" af stigum frá honum voru sagði hafa verið "Jimmered"  Fredette var svo valinn í NBA af Sacramento Kings og þar spilaði hann þrjú tímabil með misjöfnum árangri og var svo skipt í Chicago og svo yfir í New Orleans. En skemmst frá því að segja þá náði kappinn aldrei að fóta sig í NBA deildinni líkt og margir höfðu vonast til.  

En Jimmer kallinn er nú komin í NBA D-Deildina þar sem hann er byrjaður að "Jimmera" á ný. Í nýliðinum leik með Weschester Knicks setti kappinn 37 stig á andstæðinga sína.  Hægt að sjá ósköpin hér að neðan. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -