spot_img
HomeFréttirJerry númeri of stór - Hlóð í þrennu

Jerry númeri of stór – Hlóð í þrennu

Breiðablik mætti í Hveragerði í kvöld til að etja kappi við Hamar. Blikar að berjast við að komast í úrslitakeppnis sæti, og Hamar við FSu um annað sætið.
 
Hamar byrjaði sterkt líkt og fyrr og leiddu 7-0, en Blikar létu ekki deigan síga og komu sér inní leikinn staðan 14-16 eftir 1.leikhluta. Í öðrum var áfram jafnræði með liðunum og komust Blikar einu stigi yfir með flautu körfu, Hamarsmenn mjög ósáttir. En tæknin tók völd. Dómararnir vippuðu sér í stúkuna til HamarTv og sáu að þessi karfa var aldrei góð og gild og því leiddu Hamar 33-32 í leikhlé.
 
Jerry Hollis var mættur aftur í Hveragerði til þess að láta finna fyrir sér. Jerry stal hverjum boltanum á fætur öðrum og skilaði stigum á hinum enda vallarins. 53-58 Breiðablik. Í upphafi fjórða komu þó Hamarsmenn og virtust ætla að stela enn einum sigrinum. En hver annar en Jerry kom og neitaði þeim þá. Jerry kom kjark í liðsfélaga sína sem fóru að setja stór skot eftir sendingar frá honum og skyndilega kominn 11 stiga munur 62-73. Hamar kom ekki aftur til baka og sigruðu kópavogsbúar 76-84. Jerry Hollis endaði með þrennu 36 stig, 12 fráköst og 10 stolna, ásamt því að gefa 6 stoðsendingar og verja þrjú skot. Hjá Hamri var Sigurður Haff með 18 stig, og Örn 17.
 
 
Umfjöllun/ ÍÖG
Fréttir
- Auglýsing -