spot_img
HomeFréttirJerome Frink í Þorlákshöfn - Vincent Bailey yfirgefur félagið

Jerome Frink í Þorlákshöfn – Vincent Bailey yfirgefur félagið

Þór hefur samkvæmt heimildum samið við kraftframherjann Jerome Frink um að leika með liðinu í Dominos deild karla. Frink er 26 ára, 201 cm Bandaríkjamaður sem síðast lék með Domingo Paulino Santiago í Dóminíska lýðveldinu, en á árunum 2015-18 lék hann með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum og var þar meðal annars liðsfélagi íslendingana Elvars Friðrikssonar og Martins Hermannssonar.

Mun Bandaríkjamaðurinn sem leikið hefur með liðinu á þessum fyrri hluta tímabilsins, Vincent Bailey, yfirgefa liðið.

Fréttir
- Auglýsing -