spot_img
HomeFréttirJermaine O´Neal til Celtics

Jermaine O´Neal til Celtics

 
Þrátt fyrir að Miami Heat hafi nýverið fengið tvær risastjörnur í sínar raðir síðustu misseri er Jermaine O´Neal ekki sannfærður og hefur því yfirgefið Heat og er genginn í raðir silfurliðs Boston Celtics. O´Neal sem er 31 árs gamall segist ekki mega vera að því að bíða á meðan nýtt Miami lið slípar sig saman því hann er orðinn langeygur eftir sínum fyrsta meistaratitli.
O´Neal kvaðst hafa leikið meiddur í úrslitakeppninni en við skoðun hjá Celtics sagði framkvæmdastjóri félagsins, Danny Ainge, að O´Neal væri við hestaheilsu.
 
Ljósmynd/ Jermaine O´Neal kveður Heat þrátt fyrir að LeBron James og Chris Bosh hafi samið við félagið.
 
Fréttir
- Auglýsing -