spot_img
HomeFréttirJeremiah Johnson í viðtali á Grindavíkursíðunni

Jeremiah Johnson í viðtali á Grindavíkursíðunni

11:38
{mosimage}

 

(Johnson ásamt Sverri Þór Sverrissyni í Laugardalshöll er Grindavík og Keflavík léku til bikarúrslita) 

 

Bakvörðurinn örvhenti og eldfljóti Jeremiah Johnson, sem lék með liði Grindavíkur veturinn 2005-2006 og varð bikarmeistari með liðinu er í snörpu spjalli á heimasíðu Grindavíkur. Johnson sem nú leikur í Svíþjóð varð bikarmeistari með Grindavík á afmælisdegi sínum en hann leikur nú í Svíþjóð Stockholm 08.

 

Við birtum hér að neðan smá bút úr viðtalinu en hægt er að lesa viðtaliði í heild sinni með því að smella hér.

 

Hvað fannst þér um styrk íslensks körfubolta þegar þú varst hér?
Ég naut leikstílsins hér mjög mikið og sérstaklega naut ég þess hvernig Friðrik þjálfari vildi láta Grindavíkurliðið spila. Ég var mjög ánægður með hversu hratt við lékum og skoruðum mikið af stigum.  Við vorum með frábæra skotmenn og spiluðum vel saman.  Ég dáðist að því hversu hart liðið mitt lagði að sér og hvernig við spiluðum saman.  

Hverjar voru þínar bestu stundir á Íslandi?
Mín besta stund var á afmælisdaginn minn þegar við unnum bikarinn. Það var frábært að koma inn í bæinn í opnu rútunni og móttökurnar voru frábærar með blysunum. Partíið um kvöldið var síðan alveg meiriháttar! 

www.umfg.is

Fréttir
- Auglýsing -