NBA leikmaðurinn sænski Jonas Jerebko var mættur á Norðurlandamótið í Solnahallen í morgun til þess að afhenda verðlaun. Fyrstu úrslitaleikir morgunsins voru að klárast þar sem samlandar Jerebko í U18 karla og U16 kvenna frá Svíþjóð urðu Norðurlandameistarar.
Jerebko er leikmaður Detroit Pistons í NBA deildinni og gerði 9,8 stig að meðaltali í leik með Pistons á sínu fyrsta ári og var fyrir vikið valinn í ,,All Rookie Second Team“ NBA deildarinnar.
Ljósmynd/ Jón Björn Ólafsson – Jerebko afhendir verðlaun á Norðurlandamótinu.



