Breiðablik hélt sigurgöngu sinni í fyrstu deild karla áfram er liðið lagði KV á Meistaravöllum í kvöld, 76-85.
Blikar hafa því unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni á meðan KV hefur unnið einn og tapað fimm.
Karfan spjallaði við Jere Anttila þjálfara KV eftir leik á Meistaravöllum. Jere er finnskur þjálfari sem kom til KR fyrir yfirstandandi tímabil, en þar er hann aðstoðarþjálfari KR í Bónus deild karla, aðalþjálfari KV í fyrstu deildinni ásamt því að þjálfa yngri flokka í Vesturbænum.



