spot_img
HomeFréttirJenny Boucek í heimsókn

Jenny Boucek í heimsókn

 Fyrrum leikmaður kvennaliðs Keflavíkur Jenny Boucek hefur að frumkvæði kvennaráðs Keflavíkur ákveðið að koma til landsins á nýju ári og halda æfingarbúðir fyrir stúlkur. Jenny lék með liði Keflavíkur árið 1997-1998 og vann liðið þá alla titla sem í boði voru. Áður hafði Boucek leikið með liði Cleveland Rockers á fyrsta ári WNBA deildarinnar.  Árið 1998 þá neyddist hún til að leggja skóna á hilluna vegna bak meiðsla. Síðan þá hefur Jenny verið viðloðun þjálfun með miklum ágætum og vann meðal annars WNBA titilinn sem aðstoðarþjálfari Seattle Storm árið 2004. 
 
Frá árinu 2007 til 2009 var Jenny svo aðalþjálfari Sacramento Monarchs og hefur meðal annars verið orðuð við aðstoðarþjálfarastöður hjá NBA liðum.  Æfingabúðirnar munu standa yfir frá 10.- 11. janúar og mun nánara skipulag og verð liggja fyrir þegar nær dregur. 
Fréttir
- Auglýsing -