spot_img
HomeFréttirJefferson í stað Boozer

Jefferson í stað Boozer

Al Jefferson hefur gengið til liðs við Utah Jazz og á hann að leysa af Carlos Boozer sem fór til Chicago á dögunum. Minnesota fær tvo valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins á næstu árum frá Utah í skiptum ásamt miðherjann Kosta Koufas.
Jefferson er stór framherji eins og Boozer og kemur því beint í hans stöðu. Jefferson var aðalleikmaðurinn sem Boston létu til Minnesota sumarið 2007 þegar Kevin Garnett fór til Boston.
 
Utah hefur einnig fengið Raja Bell á frjálsri sölu og er þetta í annað sinn sem hann leikur með félaginu.
 
Kyle Korver hefur ákveðið að róa á önnur mið og yfirgefa Utah. Fer hann eins og Boozer til Chicago en þessi magnaða þriggja-stiga skytta á án efa eftir að styrkja Chicago afar mikið.
 
Mynd: Jefferson hefur ekki náð að hrista af sér stimpilinn sem efnilegur leikmaður síðan hann kom í NBA. Kannski springur hann út hjá Utah.
Fréttir
- Auglýsing -