Um helgina töpuðu meistarar Miami Heat fyrir einu af þeim liðum sem voru talin til lökustu liða deildarinnar, Boston Celtics. LeBron James varð æfur út í sína menn og sagði þá bókstaflega vera að spila varnarleik liðsins með skituna á bakinu.
Jeff Green hins vegar varðaði ekkert um það heldur smellti þriggja stiga skoti í grímuna á kónginum til að jarða leikinn og gefa meisturunum langt nef á þeirra eigin heimavelli.



